Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

FRÁBÆR STEMMING Á UPPSKERUHÁTÍÐ GM

01.10.2016
FRÁBÆR STEMMING Á UPPSKERUHÁTÍÐ GM

Lokahóf og Uppskeruhátíð GM fór fram laugardagskvöldið 24. september. Glæsilegur þriggja rétta matseðill var sem 90 félagsmenn gerðu afar góðan róm að. Bjarni töframaður sá um veislustjórn og skemmtiatriði og er óhætt að segja að honum hafi tekist það afar vel upp. Höfðu félagsmenn orð á því hversu vel honum fórst þetta hlutverk úr hendi.

Veitt voru verðlaun fyrir hinar ýmsu keppnir sem fram fóru á vegum GM í sumar.

Kylfingar ársins
Kristján Þór Einarsson og Ólöf María Einarsdóttir

Félagsmaður ársins
Ásgeir Pálsson

Framfarabikarinn
Daníel Ingi Guðmundsson

Afrek ársins
Sigur stúlknasveitar GM í sveitakeppni 18 ára og yngri. Lið GM skipuðu Arna Rún Kristjánsdóttir, Kristín María Þorsteinsdóttir, Ólöf María Einarsdóttir og Sigrún Linda Baldursdóttir.

Víking deildin - A úrslit
1. Múmínúlfarnir
2. Háfarnir
3. Samhentir

Víking deildin - B úrslit
1. Fuglahræðurnar
2. Kríurnar
3. Fálkarnir

66° norður stigalistinn karlar
1. Jónas Heiðar Baldursson
2. Sigurvin Einarsson
3. Skúli Baldursson
4. Kristján Þór Einarsson
5. Þórarinn Egill Þórarinsson

66° norður stigalistinn konur

1. Hekla Ingunn Daðadóttir
2. Camilla Margareta Tvingmark
3. Ingibjörg S. Helgadóttir
4. Ingveldur Bragadóttir
5. Karólína M. Jónsdóttir

Titleist holukeppnin

Sigurvegari karla: Ragnar Már Ríkarðsson
Sigurvegari kvenna: Helga Rut Svanbergsdóttir

Eftir að verðlaunaafhendingu lauk hélt svo Partýbjörninn upp stuðinu í dansgólfinu. Verður hér um árvissan viðburð að ræða í framtíðinni og verður gaman að sjá hann stækka strax á næsta ári í nýrri aðstöðu við Hlíðavöll.