Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

FRAMLAG Í BYGGINGARSJÓÐ - VALGREIÐSLA TIL FÉLAGSMANNA

28.07.2016
FRAMLAG Í BYGGINGARSJÓÐ - VALGREIÐSLA TIL FÉLAGSMANNA

Framkvæmdir við íþróttamiðstöð GM ganga vel og er farið að móta fyrir þeirri glæsilegu aðstöðu sem þar mun rísa. Næsta skref er að steypa botnblötuna en góður gangur hefur verið undanfarnar vikur.

Á aðalfundi GM í desember var ákveðið að senda félagsmönnum valgreiðslukröfu með frjálsu framlagi í byggingarsjóð íþróttamiðstöðvar. Nú hefur verið stofnuð valgreiðslukrafa á alla fullorðna félagsmenn GM í heimabanka þeirra. Krafan er upp á 5.000 kr en allir félagsmenn GM sem greiða kröfuna fá að bjóða einum gesti með sér á annað hvort Hlíðavöll eða í Bakkakot sem þakklæti fyrir stuðninginn.

Með greiðslu kröfunnar eru félagsmenn í GM að létta mjög undir byggingu íþróttamiðstöðvar. GM mun þurfa að taka háar fjárhæðir að láni og því ljóst að hver króna sem sparast í lántöku skiptir máli.

Vert er að benda á að mögulegt er að breyta fjárhæð kröfunnar kjósi félagsmenn að styðja bygginguna með öflugri hætti og er slíkt sannarlega vel þegið ef félagsmenn eiga kost á.