Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

SJÁLFBOÐAVINNA VIÐ ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ GM

02.03.2017
SJÁLFBOÐAVINNA VIÐ ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ GM

Við þökkum kærlega fyrir góða mætingu á fund sjálfboðaliða sem fram fór í gærkvöldi. Þar var farið yfir þau verkefni sem sjálfboðaliðar geta komið að á næstu vikum og mánuðum. Um 30 manns mættu á fundinn en það er alltaf þörf fyrir fleiri hendur og allir áhugasamir félagsmenn hvattir til þess að mæta.

Á laugardagsmorgunn þann 4.mars kl 11:00 ætlum við að hittast í íþróttamiðsstöðinni og létta lítillega undir verktökum.

Snjór:
Stefnt er á að koma saman og ryðja snjó niður af þakinu til að auðvelda aðgengi fyrir þakmenn en gríðarlega mikil vinna er háð því að þakfrágangur klárist fljótlega.

Mikill snjór er á þakinu og flöturinn stór og því er mikilvægt að vinna þetta saman. Einnig munum við moka snjó frá húsinu á einhverjum stöðum.

Tiltekt:
Almenn tiltekt á vinnustaðnum. Verktakar hafa safnað saman á verkstað rusli sem þarf að flytja burtu. Síðan er áætlað að sópa, týna upp smádrasl og annað smálegt.

Rafmagn:
Hægt er að byrja að setja upp rafmagnsbakka og munu þeir sem geta hjálpað til við það vinna það í samvinnu við Svavar sem heldur utan um sjálboðaliðavinnu í rafmagni.

Mögullega falla til einhver önnur atriði en gert er ráð fyrir að vinnu verði lokið um klukkan 13:00.

Einangrun innveggja mun geta hafist á næstu dögum og mögulega verður hægt að hefja þá vinnu að einhverju leyti á laugardaginn.

Sjálfboðaliðar eru beðnir um að koma með eftirfarandi meðferðis ef þeir hafa kost á:

  • Snjósköfur
  • Snjóskóflur.
  • Vinnuhanska
  • Strákúst
  • Hníf/sög fyrir einangrun


Kær kveðja,

Stefán Þór Steindórsson

Formaður bygginganefndar GM