Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

UNDANÚRSLIT Í TITLEIST HOLUKEPPNI KARLA

16.08.2016
UNDANÚRSLIT Í TITLEIST HOLUKEPPNI KARLA

Nú er línurnar farnar að skýrast í Titleist holukeppni karla. Í undanúrslitum leika Elfar Rafn og Ragnar Már og í hinum leiknum tekur Þór á móti Kristófer Karli. Leiðin hefur verið löng og ströng hjá öllum keppendum og hafa þeir þurft að glíma við erfiðar aðstæður og sterka andstæðinga.

Í fyrri leiknum munu þeir Elfar Rafn og Ragnar Már berjast um sæti í úrslitunum. Elfar hefur hingað til leikið afar vel í mótinu og hafa spekingar talað um að hann sé „the one to beat“. Hins vegar er hann að fara keppa við „inform“ Ragnar Már sem hefur verið að spila gífurlega vel. Elfar hefur þó reynsluna á Ragnar þar sem Ragnar er mjög ungur á árum. Því verður leikurinn mjög spennandi og munu úrslit örugglega ekki ráðast fyrr en á 23.holu. Í seinni leiknum tekur Þór Gunnlaugsson á móti Kristófer Karli. Þór er þekktur fyrir að vera mjög róleg týpa og því er mjög erfitt að spila á móti honum. Hann hefur unnið fjöldan allan af titlum undan farin ár og þá sérstaklega í meistaramóti GM. Keppinautur hans er þó engin aukvisi þó hann sé ungur af árum. Í vinahópnum er Kristófer kallaður „The Hitman“ en hann tapar sjaldan leik í holukeppni. Hann hefur þó aldrei spilað við Þór og því verður fróðlegt að sjá hvernig hann tekur á að spila á móti jafn rólegum og yfirveguðum manni eins og hann Þór er.

Leikirnir fara fram á næstu dögum og því verður spennandi að sjá hverjir munu komast alla leið og standa uppi sem sigurvegarar í Titleist holukeppni karla.