Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

ÚRSLIT ÚR FM957 OPEN

16.07.2016
ÚRSLIT ÚR FM957 OPEN

Flottur dagur er að baki á Hlíðavelli en í dag fór fram FM957 OPEN sem er orðinn árviss viðburður í mótadagskrá GM. Prýðis veður var á Hlíðavelli í dag og fjölmenntu kylfingar á völlinn en alls tóku þátt 157 kylfingar.

Því miður tókst engum kylfingi að næla sér í Toyota Aygo sem var í verðlaun fyrir holu í höggi á 1. braut vallarins. Það er þó hægt að segja að nokkra heiðarlegar tilraunir hafi verið gerðar en þá bestu átti hann Örn Rúnar Magnússon úr GÁS en hann setti kúluna 28 cm frá holunni.

Úrslit úr mótinu urðu annars sem hér segir:

1. sæti Kjartan Hrafn Matthíasson, GÚ, 43 punktar
2. sæti Kristján Sigurðsson, GK, 41 punktur ( 20 p seinni 9. )
3. sæti Örn Rúnar Magnússon, GÁS, 41 punktur ( 19 p seinni 9.

Veitt voru nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins og er óhætt að segja að kylfingar hafi verið vel með á nótunum í dag og slegið nálægt.

Nándarverðlaun
1. hola Örn Rúnar Magnússon, GÁS, 28 cm
9. hola Ástmundur Sigmarsson, GOS, 57 cm
12. hola Árni Gestsson, GR, 295 cm
15. hola Vignir Egill Vigfússon, GOS, 78 cm

Verðlaunhafar geta nálgast verðlaunin á mánudaginn eftir 12.00 beint hjá þeim á FM957. Golfklúbbur Mosfellsbæjar vill þakka öllum kylfingum fyrir komuna á Hlíðavöll í dag og ennfremur FM957 fyrir veittann stuðning.