Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

ÚRSLIT ÚR RYDER CUP TEXAS SCRAMBLE

03.10.2016
ÚRSLIT ÚR RYDER CUP TEXAS SCRAMBLE

Laugardaginn 1. október fór fram Ryder Cup Texas Scramble mót á Hlíðavelli. Alls voru 25 lið sem mættu til leiks og léku golf við prýðisgóðar aðstæður.

Afar jafnt var á milli efstu liðanna í mótinu en efstu þrjú sætin hlutu verðlaun fyrir sína frammistöðu. Þeir Ragnar Már Ríkarðsson og Sverrir Haraldsson skáru sig nokkuð úr og enduðu mótið á 65 höggum eða 7 undir. Alls voru svo 5 lið á 67 höggum eða fimm undir pari vallarins

Í öðru sæti urðu Anna Hyldal Sveinsdóttir og Jónas Heiðar Baldursson en þau léku seinni 9 á besta skorinu af þeim fimm sem jafnir voru. Erfiðara var að skera úr varðandi þriðja sætið og þurfi þar að fara á síðustu 6 holur vallarins. Þar voru það þeir Þorgeir Eyberg og Þórður Úlfar Ragnarsson sem voru sterkastir.

Nándarverðlaun voru á öllum par 3 brautum vallarins og á fyrstu braut var það hann Magnús Már Magnússon sem átti hreint út sagt frábært högg sem stöðvaðist 19 cm frá brún holunnar. Á níundu braut var Gunnar Ingi Björnsson 14,21 m frá holu og á tólftu var það Hansína Hrönn Jóhannesdóttir sem var einungis 1,14 m frá holunni. Á fimmtándu holu var svo Sverrir Haraldsson 6,45 m frá holu.

Aukaleikur í mótinu var að liðin völdu sér annað hvort ameríska eða evrópska liðið til þess að styðja. Sigamunur á liðinum var svo dregið frá skori þeirra sem völdu það lið og er skemmst frá því að segja að þar sem Ragnar og Sverrir kusu að halla sér að Bandaríkjunum unnu þeir gjafabréf á ostakörfu frá MS.