Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

ÚRSLIT ÚR VITAgolfmótinu

20.08.2016
ÚRSLIT ÚR VITAgolfmótinu

Í dag fór fram á Hlíðavelli VITAgolfmótið. Veðrið lék við keppendur í dag og viljum við hjá GM þakka kylfingum kærlega fyrir komuna ásamt VITAgolf fyrir samstarfið.

VITAgolf leggur mikið upp úr hröðum og öguðum vinnubrögðum og hét Peter hjá VITAgolf á keppendur að ef allir keppendur kláruðu sinn hring á 4:30 klukkustundum eða betur myndi hann draga út einn karl og eina konu og fengju þau ferð til Spánar eða Portúgal með VITAgolf.

Þetta tókst annað árið í röð og var síðasti rásthópurinn 4:18 klukkustundir að klára sinn hring. Það telst nokkuð gott á 200 manna golfmóti. Peter stóð við stóru orðin og gerði meira segja betur en það en hann dró út 2 konur og 2 karla. Lýsti hann yfir mikilli ánægju með keppendur á mótin. Þeir heppnu voru:

  • Elín Rósa Guðmundsdóttir, GM
  • Svavar Gísli Ingvason, GKG
  • Jónína Birna Sigmarsdóttir, NK
  • Gunnar Þór Gunnarsson, GR

Við óskum þeim innilega til hamingju. Verðlaun á mótinu voru annars sem hér segir:

Verðlaunasæti

1. Davíð Baldur Sigurðsson, GM, 43 punktar

2. Ólafur Bergmann Bjarnason, GM, 42 punktar

3. Þorvaldur Freyr Friðriksson, GR, 41 punktar ( betri seinni 9 )

4. Þórður Dagsson, GSE, 41 punktar

5. Helga Rut Svanbergsdóttir, GM, 40 punktar

6. Daníel Ingi Guðmundsson, GM, 39 punktar ( betri seinni 9 )

Aukaverðlaun

1. braut Hákon Gunnarsson, GM, 50 cm

2. braut Kristófer Karl Karlsson, GM ( lengsta teighögg )

9. braut Eyþór Ágúst Kristánsson, GM, 2,30 m

12. braut Hákon Gunnarsson

15. braut Pétur Júlíusson, GSG, 84 cm

18. braut Hákon Gunnarsson, GM, 29 cm ( karlar )

18. braut Dóra Ingólfsdóttir, GKG, 8,90 m ( konur )

Öll verðlaun verður hægt að nálgast í afgreiðslu golfskálans við Hlíðavöll eftir kl. 12.00 mánudaginn 22. ágúst gegn framvísun persónuskilríkja.