Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

BAKKAKOT OPNAR | VORVERKADAGUR Á MORGUN

12.05.2017
BAKKAKOT OPNAR | VORVERKADAGUR Á MORGUN

Þá er komið að opnun Í Bakkakoti þetta sumarið. Á morgun,laugardaginn 13. maí, verður vorverkadagur í Bakkakoti. Þar eru ýmis létt verk í boði og er þar helst að nefna ruslatínslu, yfirfara göngustíga o.fl.

Vorverkadagurinn hefst kl. 10:00 og er áætlað að vinna í um 2 tíma og að verki loknu verða grillaðar pylsur ofan í mannskapinn.

Félagsmenn eru hvattir til að koma og hjálpa en vinna þessir skiptir miklu máli við opnun vallar. Þeir sem koma og aðstoða við vinnudaginn er velkomið að leika völlinn eftir hádegi á laugardegi. Einnig fá þátttakendur á vorverkadeginum frítt í Opnunarmót Vallarsvæðanna þann 21. maí.

Rástímar í Bakkakoti áfram til reynslu

Ákveðið hefur verið að halda áfram til reynslu rástímaskráningu í Bakkakoti núna í vor. Rástímaskráning er því virk frá og með sunnudeginum 14. maí þar til annað verður ákveðið.

Það eru nokkur atriði sem er mikilvægt að hafa í huga varðandi rástímaskráninguna í Bakkakoti.

  • Þú velur Bakkakotsvöll á golf.is og bókar rástíma
  • Ef þú ætlar 18 holur þarftu að bóka tvo rástíma. Síðari rástíminn er bókaður 2 klst og 10 mínútum frá fyrri rástíma þó mögulega geti það breyst.
  • Þú meldar þig inn á rástímann með félagsskírteini. Eftir 9 holur kemur þú við í skálanum og meldar þig inn fyrir seinni 9 holurnar.
  • Einnig skal sýna starfsmanni í skála skírteini sitt.
  • Óheimilt er að leika í Bakkakoti nema að skrá rástíma.

Búið er að koma upp tölvuskjá og kortaskanna þar sem nauðsynlegt er að melda sig inn í skráðan rástíma. Búnaðurinn er í andyri og er alltaf aðgengilegur þó afgreiðsla sé lokuð og skal því einnig nota hann utan opnunartíma. Við biðjum félagsmenn um að sýna þessu þolinmæði en viðbúið er að einhverjir árekstrar komi upp á meðan allir eru að venjast breyttu fyrirkomulagi.

Vakin er sérstök athygli félagsmanna á því að búnaður er einnig til staðar til að greiða vallargjald. Séu gestir með í för verða þeir að greiða áður en farið er út á völl. Ekkert fríspil eða afsláttarsamningar gilda utan opnunartíma og skulu allir greiða vallargjald.