Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

​STJÓRN GM SKIPAR UPPSTILLINGARNEFND FYRIR FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR

13.10.2016
​STJÓRN GM SKIPAR UPPSTILLINGARNEFND FYRIR FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR

Senn líður að aðalfundi GM árið 2016. Fundurinn verður haldinn í byrjun desember næstkomandi en formlega verður boðað til hans í byrjun nóvember. Fyrir liggur að kosið verður til stjórnar GM á þessum aðalfundi en það verður í fyrsta skipti sem kosið er formlega til stjórnar GM þar sem núverandi stjórn var mynduð við sameiningu GKJ og GOB.

Einhverjir núverandi stjórnarmanna GM munu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn og er því þörf á nýjum starfskröftum í stjórnarstarfið. Með það til hliðsjónar hefur stjórnin ákveðið að skipa uppstillingarnefnd til þess að halda utan um öll framboð til stjórnar GM ásamt því að leita til félagsmanna varðandi stjórnarsetu í klúbbnum. Uppstillingarnefnd fær það verkefni að ræða við þá aðila sem gefa kost á sér og þá sem ábendingar koma fram um. í framhaldinu mun hún stilla upp tillögu að nýrri stjórn GM sem lögð verður fyrir aðalfund klúbbsins.

Uppstillingarnefnd skipa eftirtaldir:

Þorsteinn Hallgrímsson (torsteinnhallgrims@gmail.com)

Guðrún Leósdóttir (gudrun.leos@gmail.com)

Eiríkur Jónsson (bbej@simnet.is)

Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á því að bjóða sig fram til stjórnarstarfa fyrir Golfklúbb Mosfellsbæjar eru hvattir til þess að senda tölvupóst sem fyrst og láta vita af sér. Einnig eru félagsmenn hvattir sérstaklega til þess að benda á aðila sem þeir telja að séu vel til þess fallnir að vinna að framgangi Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem stjórnarmenn. Golfklúbbur Mosfellsbæjar stendur núna á mikilvægum tímamótum þegar unnið er að síðasta stóra áfanga uppbyggingar Hlíðavallar og er ljóst að spennandi tímar eru framundan þegar húsnæðið verður tekið í notkun.

Fyrir hönd stjórnar GM,

Guðjón Karl Þórisson, formaður