Hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar er rekið afar metnaðarfullt barna- unglinga og afreksstarf. Fyrir börn á aldrinum 6-21 árs eru æfingar í boði rúmlega 10 mánuði ársins. Einnig heldur GM úti starfi fyrir meistaraflokkskylfinga og eldri kylfinga.
Æfingar skiptast í tvö tímabil, sumar og vetraræfingar. Sumaræfingar eru frá skólalokum og fram í október. Vetraræfingar hefjast mánudaginn 30. nóvember og standa yfir þangað til að skólar klárast í júní. Hérna fyrir neðan má sjá gildandi æfingatöflur.
Nauðsynlegt er að skrá sig á æfingar með því að fylla út skráningarformið hérna neðar á síðunni. Allir iðkendur þurfa einnig að vera félagsmenn í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Hægt er að ganga frá skráningu í GM með því að smella hérna.
Fylla þarf því út tvö skráningarform, eitt fyrir æfingar og eitt fyrir félagsaðild hjá GM. Ef iðkandi er nú þegar félagsmaður er skráning á æfingar nægjanleg.
Ef það eru einhverjar fyrirspurnir eða spurningar þá svarar Davíð Gunnlaugsson íþróttastjóri GM þeim með glöðu geði í tölvupósti á netfangið david@golfmos.is.
Vetraræfingar hefjast 30. nóvember. Allar æfingar fara fram í nýrri æfingaaðstöðu GM í Kletti nema annað sé tekið fram.
Innheimt eru æfingagjöld fyrir sumar og vetraræfingar. Nauðsynlegt er að allir iðkendur séu skráðir á æfingar en skráningarform má finna hérna neðar á síðunni. Hægt er að ganga frá greiðslu æfingagjalda á slóðinni golfmos.felog.is og er að sjálfsögðu hægt að nýta frístundaávísun Mosfellsbæjar.
Upphæðir æfingagjalda eru eftirfarandi:
Innheimt tvisvar á ári. Vetraræfingar og sumaræfingar.
13 - 18 ára: 20.000 kr
12 ára og yngri: 15.000 kr