Mosfellsbær, Ísland

GM mótaröðin

Mótaröð fyrir alla félagsmenn

GM mótaröðin er innanfélagsmótaröð félagsmanna. Mótin eru leikin á báðum vallarsvæðum og er ætlað að sameina alla félagsmenn í einni mótaröð. Keppnisfyrirkomulag á GM mótaröðinni er punktakeppni með forgjöf og er hæst gefin 36 í forgjöf hjá konum og 32 hjá körlum.

Alls eru leikin 8 mót á GM mótaröðinni á hverju sumri.

Verðlaun í hverju móti

Í hverju móti eru veitt vegleg nándarverðlaun á par 3 brautum og verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í punktakeppni. Öll mótin í GM mótaröðinni gilda inn á stigalista félagsmanna. Það er því til mikils að vinna og um að gera að vera með.

GM mótaröðin

Upplýsingar um dagsetningar og staðsetningar móta GM mótaraðarinnar má finna á golf.is.

Eins og áður sagði eru mótin leikin á báðum vallarsvæðum GM og er hvert mót með sérstakan styrktaraðila.

Mótaröð félagsmanna, GM mótaröðin hefur verið leikin á vallarsvæðum GM undanfarin fjögur sumur. Mótaröðin hefur vaxið jafnt og þétt og þátttakan verið afar góð. Markmiðið með GM-mótaröðinni er að sameina alla félagsmenn í einni mótaröð óháð getu og aldri. Öll mótin á GM-mótaröðinni eru punktamót og veitt eru verðlaun í hverju móti fyrir þrjú efstu sætin auk nándarverðlauna á par 3 brautum. Hæst er gefið 36 í forgjöf og eru mótin tilvalinn staður til þess að kynnast nýjum félögum og lækka forgjöfina í leiðinni!