Meistaramót GM í holukeppni, Titleist-holukeppnin, er eitt skemmtilegasta mót ársins.
Mjög einfalt að taka þátt, þú einfaldlega skráir þig til leiks, engin undankeppni líkt og verið hefur undanfarin ár. Eftir að skráningarfrest líkur þá er dregið um það hvaða kylfingar mætast í fyrstu umferð. Keppt er í karla og kvennaflokki.
- Leikið er með forgjöf - hámarksforgjöf er 36
- Heimilt að leika á báðum vallarsvæðum. (Komi leikmenn sér ekki saman um hvar skal leikið, er leikið á Hlíðavelli).
- Konur leika á rauðum teigum og karlar leika á gulum teigum.
Titleist holukeppnin 2023
Skráning í mótið fer fram á GolfBox og greiðist mótsgjald við skráningu. Kylfingar skrá sig sjálfir á rástíma í gegnum GolfBox.
Kylfingar leika sín á milli með fullri forgjöf en hámarks forgjöf gefin er eins og fyrr sagði 36.
Dæmi: Kylfingur A er með 7 í vallarforgjöf og kylfingur B með 24 í vallarforgjöf. Þá er mismunurinn 17 (Kylfingur B fær þá 1 högg í forgjöf á 17 erfiðustu holurnar).
Leikvikur Titleist-holukeppninnar 2023
- 128 manna úrslit (ef þarf) 15. maí - 11. júní
- 64 manna úrslit: Umferð lokið 25. júní
- 32 manna úrslit: Umferð lokið 16. júlí
- 16 manna úrslit: Umferð lokið 30. júlí
- 8 manna úrslit: Umferð lokið 13. ágúst
- Undanúrslit: Umferð lokið 20. ágúst
- Úrslitaleikir: Lokið 31. ágúst
Ef leikur hefur ekki farið fram þegar leiktími rennur út verður keppendum úthlutað rástíma. Ef
keppendur mæta ekki til leiks þá eru úrslit fengin með hlutkesti. Ef annar keppandinn þá sigrar hann
leikinn 5/4.
Skjöl og tenglar
titleist holukeppnin leikreglur 2023.pdf