Mosfellsbær, Ísland

STELLU deildin

Liðakeppni fyrir félagsmenn GM

STELLU deildin er eitt skemmtilegasta mót sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar stendur fyrir. Um er að ræða liðakeppni með forgjöf þar sem keppt er með svipuðu fyrirkomulagi og í Íslandsmóti golfklúbba (sveitakeppni). Allt að 7 leikmenn skipa hvert lið en 4 leikmenn leika í hverri umferð. Í hverri umferð er leikinn 1 fjórmenningsleikur og 2 tvímenningsleikir.

Leikið á báðum vallarsvæðum

Í STELLU deildinni er leikið á báðum vallarsvæðum og eru umferðir leiknar í heild sinni á hvoru vallarsvæði í fyrirfram skipulögðum leikvikum. Leiknar verða tvær leikvikur í riðlakeppni á Hlíðavelli og ein í Bakkakoti. Í úrslitum fara síðan 8 liða úrslit fram fram í Bakkakoti, undanúrslit og úrslit á Hlíðavelli.

Alls eru 16 lið sem geta verið með en leikið verður í fjórum 4 liða riðlum þar sem allir leika við alla. Þegar úrslit í riðlum liggja fyrir verður leikið í 8 liða úrslitum. Efstu 2 liðin í riðli fara áfram í útsláttarkeppnina.

Vertu með og skráðu liðið þitt til leiks!

Skráning í STELLU-deildina fyrir sumarið 2020 hefst þann 17. maí klukkan 10:00. Þátttökugjald er 20.000 kr fyrir hvern liðið og greiðist við skráningu.

Skráning í STELLU deildina er á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/ZdIQzmB12WR6unkI3


Skjöl og tenglar:

Leikreglur - STELLUdeildin

STELLUdeildin 2021 - Staða og úrslit

Skila úrslitum í STELLUdeildinni