Mosfellsbær, Ísland

Hópar og fyrirtæki

Komdu með hópinn þinn í golf hjá GM!

Á góðum sumardegi er tilvalið að fara með fyrirtækið eða vinahópinn í golf. Golf er frábært hópefli og tökum við hjá GM afar vel á móti hópum. Við höfum að ráða yfir tveimur frábærum vallarsvæðum, Hlíðavelli og Bakkakoti, sem báðir henta vel fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. Hægt er að fá aðstoð og leiðbeiningar við uppsetningu móta hjá starfsmönnum GM.

Við bjóðum upp á ýmsa þjónustu fyrir hópa sem spila hjá okkur eða halda mót. Við getum m.a:

  • Sett upp mót á golf.is
  • Annast mótsstjórn
  • Útbúið skorkort fyrir alla keppendur
  • Séð um ræsingu
  • Sett upp nándarmælingar
  • Gert upp mót að móti loknu
  • Prentað og tilkynnt úrslit

Golfklúbbur Mosfellsbæjar rekur frábærar veitingasölur á báðum vallarsvæðum en hægt er að fá veitingar bæði fyrir hring, eftir hring og úti á velli á meðan hring stendur

Vantar þig hugmyndir fyrir hópinn þinn?

Viltu fjölbreytileika og nýjungar og kannski ekki síst hugmyndir? Léttan par 3 völl fyrir suma keppendur? Afrekskylfing sem slær teighögg með gestum? Eitthvað sem enginn hefur gert áður? Miðnæturmót? Við hjá GM erum einmitt full af hugmyndum og áhuga að gera mótið þitt sem allra best!

Nánari upplýsingar á golfmos@golfmos.is. Við hlökkum til að heyra frá ykkur!