Mosfellsbær, Ísland

Sumarnámskeið

Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun halda áfram að bjóða upp á frábært barna- og unglingastarf byggt á því góða starfi sem unnið hefur verið undanfarin ár á Hlíðavelli og í Bakkakoti. Undanfarin ár hafa námskeiðin verið mjög vinsæl og hafa margir af okkar bestu kylfingum stigið sín fyrstu skref í íþróttinni á þessum námskeiðum. Það er því um að gera að hafa hraðar hendur og ganga frá skráningu sem fyrst.

Á námskeiðunum er farið yfir grunnatriði golfsveiflunnar og þá þætti sem ber að huga að þegar leikið er golf. Kennslan á námskeiðunum er sett upp á léttan og skemmtilegan hátt með leikjum og keppni þar sem aðalmarkmiðið er að krakkarnir upplifi íþróttina á jákvæðan og skemmtilegan hátt.

Dagsetningar námskeiðanna og nánari upplýsingar verða kynntar þegar nær dregur sumri.

Allar nánari upplýsingar í síma 566 6999. Einnig er hægt að senda póst á siggipalli@golfmos.is til að fá upplýsingar um námskeiðin.