Mosfellsbær, Ísland
Þriðjudagur 6°C - 2 m/s

Fréttir

Árshátíð GM 2018 - uppskeruhátíð og lokahóf

Árshátíð GM 2018 - uppskeruhátíð og lokahóf

26.09.2018

Árshátíð GM fer fram laugardaginn 3. nóvember í Kletti. Kvöldið verður sannkallður hápunktur ársins fyrir félagsmenn með frábærum veitingum og skemmtiatriðum. Veitt verða verðlaun fyrir helstu mót og afrek sumarsins; Titleist-holukeppnin, Víking-deildin, 66°stigalistinn, félagsmaður ársins, högg ársins og Framfarabikarinn.

Bændaglíma GM 2018 - Leikjaniðurröðun

Bændaglíma GM 2018 - Leikjaniðurröðun

19.09.2018

Á laugardaginn fer fram skemmtilegasta mót ársins og ljóst að keppendur eru fullir eftirvæntingar. Hérna eru nokkrar mikilvægar upplýsingar fyrir keppendur í Bændaglímu og mikilvægt að allir lesi vel og vandlega. Kristján Þór fer fyrir rauða liðinu og Heiða Guðnadóttir fyrir bláa liðinu.

Keppendur eiga að reyna eftir fremsta magni að koma klæddir í réttum lit!
Hægt verður að kaupa buff í rauðum og bláum lit í Kletti.

ÚRSLIT ÚR GOLFBRAUTARMÓTINU

ÚRSLIT ÚR GOLFBRAUTARMÓTINU

17.09.2018

Golfbrautarmótið fór fram sunnudaginn 16. september á Hlíðavelli. Veðrið lék við keppendur, en rúmlega 30 manns mættu til leiks. Mótið var síðasta mót GM mótaraðarinnar. Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni.

ÚRSLIT ÚR MINNINGARMÓTI GM 2018

ÚRSLIT ÚR MINNINGARMÓTI GM 2018

15.09.2018

Minningamót GM fór fram í dag, laugardaginn 15. september í flottum aðstæðum á Hlíðavelli. Mótið var haldið til minningar um fallna félaga GM í gegnum árin. Að móti loknu var keppendum boðið upp á súpu og brauð á BLIK Bistro.

Leikfyrirkomulagið var punktakeppni en einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar og nándarverðlaun á par 3 holum vallarins.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

Komdu í golf! Barna og unglingaæfingar í fullum gangi

Komdu í golf! Barna og unglingaæfingar í fullum gangi

10.09.2018

Golfklúbbur Mosfellsbæjar er þekktur fyrir metnaðarfullt unglingastarf. Því er óhætt að segja að við erum spennt fyrir komandi tímum. Meðal annarra nýjunga í æfingaaðstöðu er stefnan á að innanhúsaðstaða með vipp- og púttflöt og þremur golfhermum opni í vetur.

Einnig eru framkvæmdir að nýju æfingasvæði hafnar en þar verða glæsileg púttflöt, vipp og pitch flöt ásamt æfingasvæði sem verður slegið af grasi. Haustæfingar eru byrjaðar og er um að gera að skrá sig núna á æfingar hjá GM.

Haustæfingagjald er einungis 5.000 krónur og eru þær æfingar út 12. október 2018.

GLFR VALLARVÍSIR GM

GLFR VALLARVÍSIR GM

07.09.2018

GLFR er nýtt golfforrit sem geymir vallarvísa GM, bæði í Bakkakoti og á Hlíðavelli. Athygli er vakin á því að forritið er frítt.

7 íslenskir golfklúbbar tóku sig saman í vetur við innleiðingu á forritinu á Íslandi.

GLFR er ítarlegur vallarvísir sem hægt er að nálgast í snjallsímum á bæði Android og IOS. Appið tengist svo GPS tækni sem sýnir hversu langt er að holunni, sem og öllum hindrunum og öðru sem þarf að varast á.

ÚRSLIT ÚR LANDSBANKAMÓTINU

ÚRSLIT ÚR LANDSBANKAMÓTINU

03.09.2018

Landsbankamótið, 7. mót GM mótaraðarinnar, fór fram í Bakkakoti 2. september. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við keppendur, en nokkrir kylfingar voru jafnir í efstu sætunum. Alls voru fjórir kylfingar jafnir með 35 punkta, en punktafjöldi á seinni 9 sker úr um verðlaunasætin, næst punktafjöldi á síðustu 6 og loks punktafjöldi á síðustu 3 brautunum.

ÚRSLIT ÍSLANDSBANKAMÓTARAÐARINNAR - MARÍA Í 2. SÆTI

ÚRSLIT ÍSLANDSBANKAMÓTARAÐARINNAR - MARÍA Í 2. SÆTI

27.08.2018

Síðasta mót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram á Leirdalsvelli um helgina. María Eir Guðjónsdóttir hafnaði í 2. sæti mótsins í flokki 14 ára og yngri stúlkna. Að mótinu loknu lá fyrir hvernig stigalisti Íslandsbankamótaraðarinnar endaði, en alls voru 5 mót á keppnistímabilinu.

Úrslit úr FJ Open á Hlíðavelli í dag

Úrslit úr FJ Open á Hlíðavelli í dag

25.08.2018

FJ Open fór fram í dag á Hlíðavelli við hreint út sagt frábærar aðstæður. Völlurinn skartar sínu fegursta um þessar mundir og ekki vantaði síðan sólin sem skein á keppendur frá fyrsta höggi.

Grillhlaðborð í túninu heima

Grillhlaðborð í túninu heima

23.08.2018

Sunnudaginn 26. ágúst mun BLIK bjóða upp á glæsilegt grillhlaðborð frá klukkan 12 og fram eftir kvöldi. Boðið verður upp á úrvals kjöt og meðlæti að hætti kokksins.

Verð er 4.900 krónur og munu 14 ára og yngri fá helmings afslátt og frítt fyrir 6 ára og yngri.

Gott er að panta borð á blik@blikbistro.is eða í síma 859 4040.