Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 7°C - 6 m/s

​SJÁLFBOÐAVINNA VETRARINS AÐ HEFJAST – TILTEKT Á NEÐRI HÆÐINNI Á SUNNUDAGINN OG LÉTTUR JÓLABRUNCH

14.11.2017
​SJÁLFBOÐAVINNA VETRARINS AÐ HEFJAST – TILTEKT Á NEÐRI HÆÐINNI Á SUNNUDAGINN OG LÉTTUR JÓLABRUNCH

Nú er komið að því að huga að framhaldi framkvæmda á neðri hæð Kletts. Næstkomandi sunnudag ætlum við að hittast og taka til á hæðinni og halda í framhaldinu léttan fund um stöðu mála. Boðið verður upp á léttan jólabrunch eftir vinnu fyrir þá sjálfboðaliða sem mæta. Þar verður einnig spjallað um stöðu mála og hugað að næstu skrefum.

Um að ræða létta tiltekt þar sem bera þarf rusl sem safnast hefur saman á neðri hæð út í gám ásamt því að sópa og ryksuga gólfin, hreinsa glugga og annað sem til fellur. Er þetta hugsað einnig sem upphafspunkt á því að geta byrjað vinnuna við neðri hæðina en hún er eins og flestir vita ógerð með öllu og þar mun stórbatna aðstaða til æfinga félagsmanna.

Við erum sem fyrr að leita til allra félagsmanna og safna liði fyrir komandi vetur, hvort sem þeir eru iðnaðarmenn, handlangarar eða bara ótrúlega duglegir í öllu viljum við hafa ykkur á lista. Mikilvægt vegna eldhússins að sjálfboðaliðaliðar skrái sig hvort þeir ætli að mæta næstkomandi sunnudag 19.nóv kl 11.00 og er áætlað að allt sé búið og fólk geti sest niður um 13:00 og fengið sér að borða og tekið létt spjall.

Skráning á golfmos@golfmos.is eða FB síðu fyrir sjálfboðaliða GM.