Mosfellsbær, Ísland

40 ár frá stofnun Golfklúbbsins Kjalar

07.12.2020
40 ár frá stofnun Golfklúbbsins Kjalar

Golfklúbburinn Kjölur var stofnaður 7. desember 1980 og voru stofnfélagar 30 talsins. Fyrsta sumarið í sögu klúbbsins var fengið að láni land í Leirvogstungu. Í maí 1983 var undirritaður samningur milli Mosfellshrepps og golfklúbbsins um leigu á landi því, sem Hlíðavöllur er nú á. Var Hlíðavöllur var formlega tekinn í notkun í júlí 1986.

Það var svo árið 2014 sem að Golfklúbburinn Kjölur og Golfklúbbur Bakkakots sameinuðust undir nafni Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Óskum við öllum félögum GM sem og fyrrverandi félögum innilega til hamingju með daginn. Við getum því miður ekki haldið veislu en við bjóðum engu að síður upp á köku í tilefni dagsins og munu krakkarnir okkar sem mæta til æfinga í dag fá sér kökusneið af afmæliskökunni :)