Mosfellsbær, Ísland

ANDLÁT FÉLAGSMANNS - ÁSGEIR PÁLSSON

16.10.2020
ANDLÁT FÉLAGSMANNS - ÁSGEIR PÁLSSON

Ásgeir Pálsson félagsmaður GM til margra ára lést á Landspítalanum föstudaginn 25. september 2020. Ásgeir var virkur félagsmaður í GM og mörgum félagsmönnum af góðu kunnur. Ásgeir var afar ósérhlífinn í öllu starfi fyrir GM og var valinn félagsmaður ársins árið 2016. Ásgeir var ávalt jákvæður og duglegur í störfum sínum fyrir GM og tók að sér mörg og fjölbreytt störf.

Ásgeir var fæddur í Danmörku þann 6. júní árið 1933. Hann fluttist til Íslands árið 1956 og vann í fyrstu við hefðbundin sveitastörf áður en hann hóf að starfa hjá Álafossi þar sem hann starfaði allan sinn starfsaldur. Ásgeir var náttúruunnandi og mikill útivistarmaður og hóf árið 2002 að leika golf í Mosfellsbæ hjá golfklúbbnum Kili.

Ásgeir var hvers manns hugljúfi og sendum við aðstandendum og vinum innilegar samúðarkveðjur.