Mosfellsbær, Ísland

ARNA OG SVERRIR KEPPTU Í HÁSKÓLAGOLFINU

24.03.2021
ARNA OG SVERRIR KEPPTU Í HÁSKÓLAGOLFINU

Arna Rún Kristjánsdóttir og Sverrir Haraldsson léku bæði í mótum sem lauk í gær í bandaríska háskólagolfinu.

Arna Rún lék í Findlay Spring Invitational í Kentucky. Arna lék vel í mótinu en hún hafnaði í 19. sæti. Arna lék hringina 3 á 14 höggum yfir pari, 76-76-78. Skólinn hennar Örnu, Grand Valley State, háði mikla baráttu við heimaliðið en hafði að lokum 3 högga sigur. Arna Rún fékk frábæran fugl á lokaholunni og átti stóran þátt í sigri liðsins.

Úrslit mótsins

Sverrir Haraldsson lék á ECU Intercollegiate í Norður Karólínu. Sverrir hafnaði í 15. sæti í mótinu á 3 höggum yfir pari. Sverrir lék hringina 3 á 72, 75 og 72 höggum. Lið Sverris Appalachian State hafnaði í 2. sæti í mótinu en liðið hefur verið í verðlaunasæti á síðustu 7 mótum.

Úrslit mótsins