Mosfellsbær, Ísland

ÁRSHÁTÍÐ GM - FRÁBÆR STEMNING

13.11.2018
ÁRSHÁTÍÐ GM - FRÁBÆR STEMNING

Árshátíð GM fór fram laugardaginn 3. nóvember í Kletti, en þetta var í fyrsta sinn sem klúbburinn heldur eiginlega árshátíð. Kvöldið var einnig uppskeruhátíð og lokahóf og hófst á glæsilegum mat frá Joost og félögum.

Eiríkur Hafdal lék undir borðhaldi og Gunnar Sigurðarson var veislustjóri. Veitt voru verðlaun fyrir afrek sumarsins, svo sem innanfélagsmót, kylfingar ársins karla og kvenna, högg ársins og félagsmaður ársins.

Félagsmaðurinn Auðunn Blöndal fór með gamanmál og GM bandið steig á stokk að borðhaldi loknu og hélt uppi fjörinu fram á kvöld.

Kvöldið var einstaklega vel heppnað og mikil stemning var hjá gestum, en ljóst að árshátíðin er viðburður sem er kominn til að vera.