Mosfellsbær, Ísland

AÐALFUNDARBOÐ

18.11.2019
AÐALFUNDARBOÐ

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar verður haldinn í Kletti þriðjudaginn 3. desember 2019 klukkan 19.30.


Dagskrá aðalfundar

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á vegum félagsins.
3. Áritaðir reikningar kynntir.
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar lagðir fram til samþykktar.
5. Tillaga um samþykki fjárhagslegrar endurskipulagningar,
sem felur meðal annars í sér sölu á neðri hæð Kletts til Mosfellsbæjar*
6. Lagabreytingar.
7. Rekstraráætlun komandi starfsárs kynnt.
8. Ákvörðun félagsgjalda.
9. Kosning stjórnar, formanns og tveggja skoðunarmanna reikninga.
10. Kosning aganefndar og kjörnefndar.
11. Önnur mál.

*Stjórn félagsins hefur unnið að endurfjármögnun klúbbsins á umliðnu ári í samvinnu við Mosfellsbæ og Landsbankann.
Niðurstaða þeirra vinnu er einkum tvíþætt; í fyrsta lagi skuldbreytingar á núverandi lánum og hins vegar sala á neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar Kletts.
Óskað er eftir heimild fundarins til að ljúka þríhliða samningi við Mosfellsbæ og Landsbanka til að styrkja rekstrargrundvöll klúbbsins.Á fundinum verður nýr framkvæmdastjóri kynntur og farið verður yfir áform um framkvæmdir á neðri hæð Kletts. En þar verður frábær aðstaða til vetraræfinga með golfhermum, púttsvæði o.fl

Hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka þátt í uppbyggingu klúbbsins sem sannarlega sér fram á bjarta tíma.

Stjórn Golfklúbbs Mosfellsbæjar