Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Aðalfundur GM - fréttir af fundinum.

25.11.2022
Aðalfundur GM - fréttir af fundinum.

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær og var virkilega góð mæting á fundinn, eða rétt tæplega 90 klúbbfélagar. Hægt er að sjá fundargerð aðalfundarins með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

fundargerð aðalfundar.pdf

Stjórn GM er þannig skipuð:

Formaður - Kári Tryggvason

Írunn Ketilsdóttir

Guðjón Karl Þórisson

Siggeir Kolbeinsson

Steinþór Pálsson

Andrea Jónsdóttir

Arna Rún Kristjánsdóttir.

Þær Andrea og Arna koma nýjar inn í stjórn.

Steinþór, Andrea og Arna voru kjörin til næstu tveggja ára á fundinum í gær.

Kári Tryggasvon formaður færði þeim Ragnheiði og Auði (sjá mynd hér fyrir ofan) blómvendi sem þakklætisvott í gær, en þær hafa setið í stjórn klúbbsins undanfarin ár og ákváðu að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þökkum við þeim kærlega fyrir virkilega gott samstarf.

Varastjórn GM er þannig skipuð:

Arnór Daði Rafnsson

Björn Óskar Guðjónsson

Einar Már Hjartarson

Elín Gróa Karlsdóttir

Þau Arnór Daði og Elín Gróa koma ný inn í varastjórn.

Þökkum við kjörnefnd klúbbsins, þeim Guðrúnu Leósdóttir, Óskari Sæmann og Þorvaldi B. Haukssyni kærlega fyrir sín störf í kringum stjórnarkosninguna.


Árgjöld fyrir árið 2023 voru samþykkt í gær og nú er hægt að ganga frá þeim í gegnum sportabler.

Smellið hér til þess að fá upplýsingar um árgjöldin og til þess að komast inn í sportabler.

Þau ykkar sem ætlið ykkur ekki að vera áfram meðlimir í GM eruð vinsamlegast beðin um að hafa samband við skrifstofu GM í gengum golfmos@golfmos.is eða í síma 5666999 og tilkynna úrsögn. Sé það ekki gert þá gerum við ráð fyrir því að þið ætlið ykkur að vera meðlimir áfram.

Ef gengið er frá fyrir 30. nóvember er hægt að skipta greiðslum í allt að 11. skipti. Ef ekkert er gert fyrir 16. des þá munum við líkt og áður senda árgjöldin út í kjölfarið og skipta þeim í fjórar greiðslur, fyrsti gjalddagi 2. janúar, 2023.

Þær breytingar urðu á uppsetningu árgjalda að ungmennagjaldið er núna fyrir 19 - 29 (var 19 -26 ára) ára og viljum við þannig koma betur til móts við þennan hóp kylfinga þar sem brottfall hefur verið mikið við 27 ára aldurinn undanfarin ár. Einnig hækkuðum við öldunga gjaldið úr 67 ára og eldri upp í 68 ára og eldri.

Í lok fundar voru kylfingar ársins valdir og það eru þau Nína Björk Geirsdóttir og Kristján Þór Einarsson.

Nína og Kristján ásamt Kára formanni og Davíð Gunnlaugs íþróttastjóra

Kristján Þór átti sitt allra besta tímabil í ár. Hann varð Íslandsmeistari í golfi í Vestmannaeyjum, sigraði á Korpubikarnum á lægsta skori sögunnar á GSÍ mótaröðinni og varð að lokum stigameistari GSÍ.

Nína Björk varð í sumar klúbbmeistari Golfklúbbs Mosfellsbæjar í 18 sinn. Nína var lykilmaður og mikill leiðtogi í liði GM sem varð Íslandsmeistari golfklúbba í sumar en Nína sigraði alla sína leiki. Liðið var skipað ungum og mjög efnilegum kylfingum og hefur Nína gegnt afar mikilvægu hlutverki í þeim árangri sem við höfum náð í uppbyggingu öflugs kvennastarfs GM.

Í lok fundar var þeim Nínu og Kristjáni afhent silfurmerki GM. Er þetta í fyrsta sinn sem GM heiðrar sitt fólk með silfurmerki klúbbsins og eru þau Nína og Kristján virkilega vel að því komin og óskum við þeim kærlega til hamingju.


Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem mættu á fundinn og þeim sem buðu sig fram í stjórnar og nefndarstörf fyrir klúbbinn kærlega fyrir.