Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Aðalfundur GM og innheimta árgjalda

23.11.2022
Aðalfundur GM og innheimta árgjalda

Minnum á aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar 2022 sem verður haldinn á morgun fimmtudaginn 24. nóvember í íþróttamiðstöðinni Klett.

Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:00 og er dagskrá hans sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundaritara.

2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á vegum félagsins

3. Áritaðir reikningar kynntir

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar lagðir fram til samþykktar

5. Lagabreytingar

6. Rekstraráætlun komandi starfsárs kynnt

7. Ákvörðun félagsgjalda

8. Kosning stjórnar, formanns og tveggja skoðunarmanna reikninga

9. Kosning aganefndar og kjörnefndar

10. Önnur mál.


Kosið verður til stjórnar GM og með því að smella hér getið þið séð upplýsingar um þau sem eru í kjöri.


Í kjölfarið á aðalfundi fer innheimta árgjalda fyrir næsta ár af stað. Þau ykkar sem ætlið ykkur ekki að vera meðlimir áfram í GM eruð vinsamlegast beðin um að láta okkur vita með því að senda tölvupóst á golfmos@golfmos.is eða hringja í 5666999 og segja ykkur úr golfklúbbnum.