Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar

10.12.2021
Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar var haldinn í gær og var ágætis þáttaka á fundinum sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað ásamt því sem hægt var að mæta á svæðið. Það voru rúmlega 60 GM félagar sem sátu fundinn.

Formaður kynnti skýrslu stjórnar og gjaldkeri klúbbsins fór yfir árseikninginn. Rekstur klúbbsins er traustur og afkoma góð, en afkoma ársins var rétt um 31 milljón króna.

Framkvæmdastjóri kynnti rekstraráætlun fyrir 2021 ásamt því að leggja fram tilllögu að árgöldum fyrir 2022. Einnig voru kynntar framkvæmda og fjárfestingaáætlanir næsta árs og verða þær kynntar nánar hér á heimasíðunni okkar á næstu dögum.

Félagsmenn ársins voru heiðraðir og voru það þeir Valur Oddsons, Sigurberg Árnason og Sæmundur Pétursson sem voru heiðraðir á fundinum sem félagsmenn ársins. Þeir félagar hafa verið klúbbnum ómetanlegir undanfarin ár þar sem þeir hafa smíðað ýmislegt fyrir okkur. Nú í sumar smíðuðu þeir skýlið á æfingasvæðinu sem og að þeir sáu um samsetningu og uppsetningu á klósettaðstöðunni okkar sem sett var upp við 8. teigana í sumar. Það er klúbbnum ómetanlegt að eiga svona félaga að og færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt sjálfboðastarf á liðnum árum.

Á myndinni hér að neðan má sjá þá félaga ásamt Kára Tryggvasyni formanni GM sem er lengst til vinstri. Næst honum er Sigurberg Árnason, svo Sæmundur Pétursson og Valur Oddson.

Einnig voru kylfingar ársins heiðrar og það var hún Kristín Sól Guðmundsdóttir sem var kvenkylfingur ársins og Sverrir Haraldsson var útnefndur kylfingur ársins karla megin. Óskum við þeim kærlega til hamingju með útnefninguna.

Guðmundur Jón Tómasson faðir hennar Kristínar tók við viðurkenningunni fyrir hennar hönd, ef vel er að gáð má sjá hana Kristínu í símanum á miðri mynd en Kristín er stödd í Bandaríkjunum þar sem hún er við nám.


Sverrir Haraldsson er hér ásamt Davíð Gunnlaugssyni, íþróttastjóra GM. Sverrir varð meðal annars Íslandsmeistari í holukeppni í sumar.