Mosfellsbær, Ísland

Alþjóðlegt unglingamót á Hlíðavelli

21.06.2022
Alþjóðlegt unglingamót á Hlíðavelli

Golfklúbbur Mosfellsbæjar stendur fyrir glæsilegu þriggja daga unglingamót sem hefst næstkomandi mánudag.

Mótið ber nafnið Icelandic Junior Midnight Challenge er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni. Þetta er sterk alþjóðleg mótaröð og hafa fjölmargir íslenskir kylfingar tekið þátt í mótum á mótaröðinni undanfarin ár. Mótið er fyrir krakka/unglinga 21 árs og yngri. Skráningin hefur gengið vel og hafa fjölmargir sterkir kylfingar skráð sig til leiks. Við fáum rúmlega 20 erlenda kylfinga í heimsókn og það verður virkilega gaman að sjá okkar krakka spreyta sig á heimavelli á móti þeim.

Það er ennþá opið fyrir skráningar og við eigum eftir nokkur pláss og viljum við því hvetja ykkur til þess að vera með og festa þetta mót í sessa hér á Íslandi.

Smellið hér til að nálgast upplýsingar um Global Junior Golf mótaröðina sem og okkar mót!

Mótið fer fram dagana 26 -29 júní sem er sunnudagur ( æfingahringur) til miðvikudags og verður lokadagurinn spilaður að kvöldi til og vonandi fá við bjart og fallegt veður þegar móti lýkur um miðnætti.