Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Árgjald 2025 komið í Sportabler

03.12.2024
Árgjald 2025 komið í Sportabler

Árgjöld fyrir komandi ár voru ákveðin á aðalfundi í gær.

Þau má sjá í hlekknum hér fyrir neðan.

Gjaldskrá 2025

Árgjöldin eru líkt og áður sent út í gegnum Sportabler.

Hægt er að skipta greiðslum í allt að 11 skipti sé gengið frá því fyrir föstudaginn 20. desember. Þau ykkar sem ekkert gerið munu fá árgjaldinu skipt upp í fjórar greiðslur í byrjun árs.

Vinsamlegast athugið að öllum greiðsluseðlum í banka fylgir 390 króna seðilgjald til bankans og öllum greiðslum sem settar eru á kreditkort fylgir 2% kostnaður.

Hægt er að millifæra fullt árgjald inn á reikning golfklúbbsins án allra aukagjalda. Þau ykkar sem kjósa að gera það mega leggja inn á reikning klúbbsins og senda kvittun á golfmos@golfmos.is

650581-0329

0116-26-000329.


Þau ykkar sem ætlið ykkur ekki að vera áfram meðlimir í GM eruð vinsamlegast beðin um að hafa samband við skrifstofu GM í gegnum golfmos@golfmos.is eða í síma 5666999 og tilkynna úrsögn. Sé það ekki gert þá gerum við ráð fyrir því að þið ætlið ykkur að vera meðlimir áfram.

Ef ekkert er gert fyrir 20. des næstkomandi þá munum við líkt og kom fram hér að ofan senda árgjöldin út og skipta þeim í fjórar greiðslur, fyrsti gjalddagi 2. janúar, 2025. Ef greiðslufyrirkomulagi er breytt eftir það, leggst á 390 kr þjónustugjald.

Smellið hér til þess að ganga frá greiðslu í gegnum Sportbler