Mosfellsbær, Ísland

Árshátíð GM 2019 - uppskeruhátíð og lokahóf

14.10.2019
Árshátíð GM 2019 - uppskeruhátíð og lokahóf

Árshátíð GM fer fram laugardaginn 2. nóvember í Kletti. Kvöldið verður sannkallaður hápunktur ársins fyrir félagsmenn með frábærum veitingum og skemmtiatriðum. Veitt verða verðlaun fyrir helstu mót og afrek sumarsins; Titleist-holukeppnin, Víking-deildin, félagsmaður ársins og Framfarabikarinn.

Boðið verður upp á mögnuð skemmtiatriði. Hinn eini sanni Gunnar Sigurðarson, betur þekktur sem Gunni samloka, verður veislustjóri líkt og í fyrra og mun tryggja að allir skemmti sér konunglega.

Trúbador leikur undir borðhaldi fram eftir kvöldi og skapa frábæra stemmingu en GM bandið mun og leika undir dansi fram eftir nóttu.


Glæsilegar veitingar - Takmarkaður miðafjöldi

* Forréttahlaðborð

* Aðalréttarhlaðborð
Beef Wellington
Hasselback kartöflur
Villisveppasósa með trufflum
Ferskt haustsalat
Steikt grænmeti

* Eftirréttir
Konfekt og kaffi

Miðasala hafin!

Miðinn kostar 6.900 kr og er miðasala hafin í Kletti.
Fyrstir koma, fyrstir fá!