06.12.2024
Ásdís Eva Bjarnadóttir hefur skrifað undir hjá Newman University í Wichita í Kansas fylki.
Hún mun hefja nám haust 2025 og leika golf í liði skólans á skólastyrk í fjögur ár.
Keilismaðurinn Tómas Ásgeirsson leikur golf fyrir háskólann og er á fyrsta ári.
Við óskum Ásdísi innilega til hamingju og góðs gengis í þessum næsta kafla.