Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Auður Bergrún, Pamela Ósk & Sara María sigruðu í Korpunni

10.09.2024
Auður Bergrún, Pamela Ósk & Sara María sigruðu í Korpunni

Lokamótið á unglingamótaröðinni fór fram á Korpu um helgina og átti Golfklúbbur Mosfellsbæjar þrjá sigurvegara í stúlknaflokkum.

Í flokki 17-18 ára stúlkna lék Auður Bergrún Snorradóttir best allra en hún lék hringina þrjá á 7 höggum yfir pari eða 75-72-76. Sigurinn tryggði henni einnig stigameistaratitilinn eftir frábæra spilamennsku í allt sumar. Í þriðja sæti var Eva Kristinsdóttir sem lék á 13 höggum yfir pari (79-79-71) og í fjórða sæti var Heiða Rakel Rafnsdóttir á 16 höggum yfir pari (83-79-70).

Í stúlknaflokki 15-16 ára vann Pamela Ósk Hjaltadóttir á 18 höggum yfir pari en hún lék hringina á 76-77-81.

Í stúlknaflokki 13-14 ára vann Sara María Guðmundsdóttir en hún var á 12 höggum yfir pari (77-79).

Elva Rún Rafnsdóttir endaði í 2. sæti í flokki 12 ára og yngri stúlkna en hún lék á +27 eða 50-49.

Í drengjaflokki 15-16 ára var Hjalti Kristján Hjaltason annar á +3 en hann lék á 73-72-74, einu höggi frá sigri.

Í 12 ára og yngri flokki drengja var Ásgeir Páll Baldursson í öðru sæti á +10 eða 40-42, einnig einu höggi frá sigri.

Við óskum GM-ingum til hamingju með frábæran árangur!