Mosfellsbær, Ísland

BÆNDAGLÍMA GM 2020

04.09.2020
BÆNDAGLÍMA GM 2020

Skemmtilegasta golfmót ársins, Bændaglima GM, fer fram laugardaginn 19. september á Hlíðavelli. Ræst verður út á öllum teigum klukkan 12:30 en mæting er í Klett klukkan 11:30. Aðeins 108 kylfingar komast í mótið og ljóst að völlurinn verður þétt setinn af glöðum GM kylfingum eins og undanfarin ár.

Skráning í mótið hefst á GolfBox mánudaginn 7. september klukkan 12:00.

Eins og undanfarin ár verður keppendum skipt upp í tvö lið, rauða og bláa liðið. Bændur fyrir Bændaglímu GM 2020 verða kynntir í næstu viku!

Leikfyrirkomulag
Keppendum í Bændaglímu GM er skipt upp í tvö lið. Leikin er holukeppni með texas scramble fyrirkomulagi þar sem tveir og tveir mætast. Leiknir eru 2 leikir á sitthvorum 9 holunum og fæst einn punktur fyrir hvorn leik. Takist kylfingum að vinna báða sína leiki bætist við aukapunktur. Sá bóndi vinnur sem hlýtur fleiri punkta.

Eftir að móti lýkur verður grillveisla og verðlaunaafhending í Kletti og að verðlaunaafhendingu lokinni mun hljómsveitin Rán halda uppi stuðinu!