Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 7°C - 6 m/s

BJÖRN ÓSKAR Á GÓÐU RÓLI Í HÁSKÓLAMÓTI

13.02.2018
BJÖRN ÓSKAR Á GÓÐU RÓLI Í HÁSKÓLAMÓTI

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM er við keppni í Alabama í Bandaríkjunum. Björn Óskar leikur fyrir hönd University of Lafayette, en mótið er fyrsta háskólamótið á nýju ári. Björn lék vel í gær, en hann er sem stendur jafn í 11. sæti eftir 36 holur þegar einn hringur er eftir. Hann leikur á pari í heildina, 7 höggum á eftir efstu mönnum.

Mosfellingurinn er efstur úr sínu liði, en hægt er að fylgjast með stöðunni hér.

Við óskum okkar manni góðs gengis!