Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 12°C - 2 m/s

BJÖRN ÓSKAR Í 3. SÆTI Á STERKU HÁSKÓLAMÓTI

27.03.2018
BJÖRN ÓSKAR Í 3. SÆTI Á STERKU HÁSKÓLAMÓTI

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM, lék frábærlega á Lake Charles Invitational mótinu, sterku háskólamóti ásamt liðsfélögum sínum í Louisiana Lafayette háskólanum. Björn lék fyrstu tvo hringina á samtals fjórum höggum undir pari og var jafn í fimmta sæti fyrir lokahringinn í dag.

Björn byrjaði lokahringinn af krafti, með tveimur fuglum á þremur fyrstu holunum. Hann lauk leik á fjórum höggum undir pari í dag, en alls krækti hann í sex fugla og tvo skolla. Þetta var besti hringur Björns í háskólagolfinu hingað til.

Hann lék samtals á átta höggum undir pari, þremur höggum á eftir öðru sæti en liðsfélagi Björns, Jack Tolson, vann mótið á 15 höggum undir pari.

Björn Óskar hafnaði í þriðja sæti mótsins,

Lið hans, Louisiana Lafayette, vann mótið og lék Björn næst best.

Við óskum Birni Óskari innilega til hamingju með árangurinn!

Hér má sjá lokastöðuna.

Björn Óskar og liðsfélagar hans í Louisiana Lafayette.