Mosfellsbær, Ísland

BJÖRN ÓSKAR LÉK FRÁBÆRT GOLF Í ALABAMA

31.03.2021
BJÖRN ÓSKAR LÉK FRÁBÆRT GOLF Í ALABAMA

Björn Óskar Guðjónsson lauk leik í gær á Craft Farms Intercollegiate í bandaríska háskólagolfinu. Björn lék frábært golf í mótinu og var í toppbaráttunni fram á lokaholurnar. Björn hafnaði að lokum í 4. sæti á tveimur höggum undir pari (70-68-76).

Skólinn hans Björns, Louisiana, hafnaði í 3. sæti mótsins.

Úrslit mótsins má sjá hérna

Björn hefur lagt hart að sér við æfingar undanfarnar vikur og leikið vel í síðustu tveimur mótum. Mótaskráin er þétt framundan en leikið verður næstu tvær helgar.

Óskum okkar manni góðs gengis!