Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Bændaglíma 2024

18.09.2024
Bændaglíma 2024

Bændaglíman var leikin síðastliðinn laugardag á Hlíðavelli og það voru 112 hressir GM félagar sem mættu til leiks.

Veðrið lék við okkar kylfinga, dúnalogn og léttskýjað. Það var mikil stemmning í hópnum og allir skemmtu sér konunglega.

Bændur í ár voru þau Kristján Þór Einarsson og Heiða Guðnadóttir. Heiða fór fyrir rauða liðinu og Kristján því bláa.

Leikar voru æsispennandi sem endaði með naumum sigri bláa liðsins, 34 - 32.

Að móti loknu var svo slegið upp veislu og skemmtu kylfingar sér vel fram eftir kvöldi.

Kærar þakkir til allra þeirra sem mættu, þetta var stórkostleg skemmtun :)