Mosfellsbær, Ísland

Bændaglíma GM 2022

19.09.2022
Bændaglíma GM 2022

Bændaglíma GM var leikin á Hlíðavelli síðastliðin laugardag og er óhætt að fullyrða að stemmningin var algerlega frábær. Veðrið var stórskostlegt allan daginn og kátir kylfingar léku við hvern sinn fingur :)

Bændur voru þeir Davíð Baldur Sigurðsson og Þorvaldur B. Hauksson og voru þeir duglegir að hvetja sín lið áfram og aðstoða eftir bestu getu :)

Keppnin milli rauða og bláa liðsins var æsispennandi og réðust úrslitin þegar síðustu leikirnir duttu inn í hús.

Hér að neðan má sjá úrslit einstakra leikja.

Það var rauða liðið sem sigraði að þessu sinni og tók bóndi rauða liðsins, Þorvaldur B. Hauksson við bikarnum fyrir hönd síns liðs :)

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir komuna!