Mosfellsbær, Ísland

Bakkakotið opnar

05.05.2022
Bakkakotið opnar

Ágætu GM félagar.

Nú er komið að því að opna Bakkakotið og verður það gert laugardaginn 7. maí. Búið er að opna fyrir rástímaskráningu í golfboxinu.

Bakkakotið kemur heilt yfir vel undan vetri og orðið grænt og fallegt. Það eru bara flatir 2. og 8 sem eru að stríða okkur líkt og áður. En það stendur allt til bóta og hefjumst við handa fljótlega við að endurbyggja nýja 8. flöt.

Okkar vellir opna á laugardaginn fyrir aðra en GM meðlimi.

Golfbílar verða heimilaðir á Hlíðavelli frá og með næstkomandi laugardegi.

Golfkveðja.

Stjórn og starfsfólk GM.