Mosfellsbær, Ísland

Brautarholt áfram vinavöllur GM

08.02.2021
Brautarholt áfram vinavöllur GM

Líkt og síðastliðið sumar mun Brautarholtið vera vinavöllur okkar GM félaga. Það var mikil ánægja með samstarfið síðastliðið sumar og léku GM félagar tæplega 1000 hringi í Brautarholti.

Verður fyrirkomulagið með svipuðu sniði og í fyrra og geta GM félagar leikið Brautarholtið gegn 4.000 króna vallargjaldi, hvort sem leiknar eru 9, 12 eða 18 holur.

Vonum við svo sannarlega að GM félagar haldi áfram að heimsækja þennan glæsilega golfvöll!