Mosfellsbær, Ísland

Breyting á bókunarreglum á Hlíðavelli - frá og með 6. sept

01.09.2021
Breyting á bókunarreglum á Hlíðavelli - frá og með 6. sept

Nú er haustið farið að láta sjá sig en vellirnir okkar eru ennþá í toppstandi og vonandi verður hægt að spila golf á sumarflötum talsvert lengur :)

Hægt verður að bóka rástíma á bæði fyrri níu og seinni níu holurnar á Hlíðavelli.

Við prófuðum þetta fyrirkomulag í fyrra við mikla ánægju hjá okkar félagsmönnum og því gerum við þetta að sjálfsögðu aftur.

Dagarnir/rástímaskráning verða því settir svona upp:

Hlíðavöllur haustrástímaskráning - Hlíðavöllur 18 holur 08:00 - 13:50. Þeir kylfingar sem bóka sig á þessum tíma þurfa ekki að bóka sérstaklega seinni 9 holurnar vilji þeir halda áfram.

Hlíðavöllur fyrri 9. 14:00 -20:00. Þeir kylfingar sem bóka sig á þessum tíma og vilja spila 18 holur þurfa þá að bóka sig á rástíma á 10. teig (Hlíðavöllur seinni 9. 16:10 - 20:00) til þess að spila seinni 9.

Hlíðavöllur seinni 9. 16:10 -20:00.

Er það okkar von að þetta verði til þess að enn fleiri GM félagar geti notið þess að spila golf á Hlíðavelli nú á haustmánuðum.

Rástímabókanir í Bakkakoti haldast óbreyttar.

Vinsamlegast athugað að á morgun fimmtudag, 2. sept kl. 20:00 opnast rástímabókanir fyrir næsta mánudag og þá þurfið þið að fara inn á þessa nýju rástímaskráningu.