Mosfellsbær, Ísland

Breyting á rástímabókun

07.10.2020
Breyting á rástímabókun

Nú er daginn að stytta ansi hressilega og til þess að koma áfram til móts við okkar kylfinga þá höfum við breytt bókunarkerfinu okkar á þá leið, að frá og með mánudeginum 12. okt er bara hægt að bóka 9 holur í einu. Það þýðir það, að þeir sem ætla sér að spila 18 holur þurfa að bóka sig á báðar lykkjurnar. Þessi breyting mun því detta inn í kvöld kl. 20:00 fyrir þá sem ætla að bóka sig í golf á mánudaginn.