Mosfellsbær, Ísland

DAVÍÐ BALDUR ER FÉLAGSMAÐUR ÁRSINS

15.11.2018
DAVÍÐ BALDUR ER FÉLAGSMAÐUR ÁRSINS

Veittar voru ýmsar viðurkenningar á Árshátíð GM nýverið, þar á meðal var félagsmaður ársins heiðraður.
Davíð Baldur Sigurðsson er félagsmaður ársins hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar árið 2018. Það er óhætt að segja að leitun sé að öðrum eins félagsmanni og Davíð Baldri. Hann hefur reynst félaginu gríðarlega góður félagsmaður hvort sem er við störf sem dómari á mótum eða í aðstoð við hin ýmsu tölvumál.

Eins og flestir vita eru tölvumál orðin mjög fyrirferðarmikil í daglegu lífi og í rekstri golfklúbbs er ansi margt sem þarf að stilla og tengja. Það er alveg sama hvert erindið er – alltaf tekur Davíð Baldur vel í það og er von bráðar mættur með litlum fyrirvara og leysir málið án þess að þiggja svo mikið sem kaffibolla fyrir.

GM þakkar Davíð Baldri fyrir vel unnin störf!