Mosfellsbær, Ísland

Davíð Gunnlaugsson valin PGA golfkennari ársins

18.03.2021
Davíð Gunnlaugsson valin PGA golfkennari ársins

Okkar glæsilegi íþróttastjóri Davíð Gunnlaugsson var nú um helgina valinn PGA golfkennari ársins. Það eru PGA samtökin á Íslandi sem standa árlega fyrir þessu kjöri og varð Davíð hlutskarpastur þetta árið og óskum við honum til hamingju með þessa flottu og miklu viðurkenningu.

Davíð er virkilega vel að þessu kominn og erum við svo sannarlega stolt af okkar manni. Er þetta í fyrsta senn sem PGA kennari ársins kemur úr röðum GM.