Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Úrslit úr FJ Open á Hlíðavelli í dag

25.08.2018
Úrslit úr FJ Open á Hlíðavelli í dag

FJ Open fór fram í dag á Hlíðavelli við hreint út sagt frábærar aðstæður. Völlurinn skartar sínu fegursta um þessar mundir og ekki vantaði síðan sólin sem skein á keppendur frá fyrsta höggi.

Bæjarhátíðin Í Túninu heima fera fram um þessa helgi í Mosfellsbæ og það var gaman að sjá hin ýmsu atriði sem boðið er upp á í námunda við völlinn. Til að mynda flugu flugvélar frá flugklúbbnum glæsileg lágflug yfir Leirvoginn nokkrum sinnum og bar þar hæst lágflug hjá Þristinum víðfræga beint yfir völlinn. Hægt er að sjá mynd að því með þessari frétt. Vélin er reyndar vel falinn á myndinni en við höfum öll gaman af smá þrautum!

Góð þátttaka var í mótinu en keppendur voru alls 134 talsins. Leikin var punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar ásamt því að nándarverðlaun voru veitt á öllum par 3 brautum.

Úrslit í mótinu voru eftirfarandi:

Punktakeppni

  • 1. sæti - Jónatan Fjalar Vilhjálmsson, GVS, 38 punktar (23 á seinni 9)
  • 2. sæti - Hallmundur Albertsson, GKG, 38 punktar (22 á seinni 9)
  • 3. sæti - Hekla Ingunn Daðadóttir, GM 38 punktar ( 21 á seinni 9)

Höggleikur án forgjafar

  • 1. sæti - Stefán Þór Hallgrímsson 72 högg
  • 2. sæti - Aron Skúli Ingason 73 högg
  • 3. sæti - Geir Jóhann Geirsson 75 högg

Nándarverðlaun

  • 3. braut - Davíð Örn Gunnarsson GL 207 cm
  • 7. braut - Hallbera Eiríksdóttir GM 87 cm
  • 15. braut - Aron Skúli Ingason GM 291 cm
  • 18. braut - Eiríkur Sigurðsson GM 22,5 cm

Við bendum verðlaunahöfum á að þeir geta nálgast verðlaunin hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar frá og með mánudeginum 27. ágúst.

Þökkum öllum keppendum kærlega fyrir komuna á Hlíðavöll sem og FJ fyrir glæsilegt mót og stuðninginn við starf GM.