Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

FRÁ AÐALFUNDI

20.12.2017
FRÁ AÐALFUNDI

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar var haldinn miðvikudaginn 13. desember síðastliðinn í Kletti, Íþróttamiðstöð GM. Góð mæting félagsmanna var á fundinn en alls mættu um 70 félagar. Fundarsköp voru með hefðbundnum hætti.

Gerð var tillaga um Valdimar Leó Friðriksson sem fundarstjóra og var hún samþykkt samhljóða. Valdimar Leó er formaður UMSK sem er héraðssamband Golfklúbbs Mosfellsbæjar og eru honum þökkuð góð störf sem fundarstjóri. Fundarritarar voru tilnefndir Davíð Gunnlaugsson og Kristín María Þorsteinsdóttir og eru þeim einnig færðar þakkir félagsmanna.

Skýrsla stjórnar

Kári Tryggvason flutti skýrslu stjórnar GM um starfsemi félagsins á síðasta rekstrarári en árið var markvert í sögu GM en á síðasta ári fórum við inn í nýtt hús eins og flestir vita. Kári fór yfir annars yfir helstu þætti starfsemi félagsins en síðasta golfsumar var afar gott og var félagsstarf GM á nýliðnu ári með miklum ágætum.

Hægt er að kynna sér skýrslu um starfsemi félagsins hérna.

Ársreikningur GM 2017

Farið var yfir ársreikninga GM rekstrarárið 2016-17 og var það Auður Ósk Þórisdóttir gjaldkeri sem annaðist þá yfirferð. Tekjuaukning var á árinu en rekstrargjöld og laun hækkuðu einnig í samræmi við það. Alls var velta GM fyrir utan framlög til byggingaframkvæmda 188,5 M en rekstrarkostnaður án afskrifta rekstrarfjármuna 169,5 M. Rekstrarafgangur fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam því 19 M.

Fjármagnsliðir hafa hækkað mikið í samræmi við aukna skuldastöðu en fjármagnskostnaður var neikvæður um 20,9M. Ljóst er að byggingarkostnaður nýrrar Íþróttamiðstöðvar var hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og skuldastaða GM því aukist meira en gert var ráð fyrir. Stjórn vinnur nú að endurfjármögnun skulda og endurskipulagningu á fjármálum klúbbsins.

Ársreikninga félagsins má finna hérna.

Kári Tryggvason endurkjörinn formaður GM | Tveir nýir stjórnarmenn
Fyrir aðalfund lá tillaga uppstillingarnefndar að nýrri stjórn GM. Ljóst var að tveir stjórnarmenn GM gæfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Engin mótframboð bárust og staðfesti aðalfund tillögu með lófaklappi.

Kristinn Wium og Vala Valtýsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og er þeim þakkað kærlega fyrir þeirra framlag undanfarin ár. Í þeirra stað koma inn í stjórn þau Írunn Ketilsdóttir og Steinþór Pálsson.

Stjórn GM starfsárið 2017 – 2018
Kári Tryggvason - formaður
Guðjón Karl Þórisson
Auður Ósk Þórisdóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Siggeir Kolbeinsson
Írunn Ketilsdóttir
Steinþór Pálsson

Uppstillingarnefnd hafði einnig tilnefnt fjóra félagsmenn í varastjórn GM á næsta starfsári og þar sem engin önnur framboð komu fram hlutu þau öll lófaklapp aðalfundar.

Varastjórn GM starfsárið 2017 – 2018
Einar Már Hjartarson
Nína Björk Geirsdóttir
Ásbjörn Björgvinsson
Margrét Óskarsdóttir

Einnig var kjörið í aganefnd og kjörnefnd ásamt skoðunarmenn reikninga voru kjörnir

Aganefnd GM starfsárið 2017 – 2018
Sigurður Geirsson
Þórarinn Egill Þórarinsson
Elín Rósa Guðmundsdóttir
Guðrún Leósdóttir ( varamaður )
Þuríður Pétursdóttir ( varamaður )

Kjörnefnd GM starfsárið 2017 – 2018
Guðrún Leósdóttir
Eiríkur Jónsson
Steindór Ingi Hall

Skoðunarmenn reikninga 2017 – 2018
Sigurður Geirsson
Eiríkur Jónsson

Ákvörðun félagsgjalda
Tekin var fyrir tillaga stjórnar að félagsgjöldum í GM rekstrarárið 2017 – 20178. Aðalfundur staðfesti tillögu stjórnar en gjöldin má finna hérna.

Undir lok fundar voru tekin fyrir önnur mál og fyrirspurnum félagsmanna svarað. Þeim félagsmönnum sem lögðu hönd á plóg við byggingu Kletts voru færðar kærar þakkir fyrir sitt framlag og félagsmenn hvattir til þess að standa saman í að ljúka framkvæmdum á neðri hæð hússins. Það var síðan Kári Tryggvason formaður GM sem sleit fundinunum.