Mosfellsbær, Ísland

FRAMKVÆMDIR HAFNAR Á NEÐRI HÆÐ KLETTS

10.02.2020
FRAMKVÆMDIR HAFNAR Á NEÐRI HÆÐ KLETTS

Nú hafa framkvæmdir hafist á neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar Kletts.

Eins og kom fram á aðalfundi var gert samkomulag við Mosfellsbæ um kaup þeirra á neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar. Einnig faldi samkomulagið í sér að Mosfellsbær myndi fullklára neðri hæðina og hafa þær framkvæmdir loks hafist. Þetta eru spennandi fréttir fyrir Golfklúbb Mosfellsbæjar og er mikil tilhlökkun hjá íþróttastarfi og klúbbfélögum yfir aðstöðunni sem verður komin í notkun innan skamms.

Við þökkum Mosfellsbæ kærlega fyrir þeirra stuðning og það er ljóst að það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í GM!


Stuttaspilsaðstaðan er nú þegar komin á neðri hæð Kletts.