Mosfellsbær, Ísland

FROST Á VALLARSVÆÐUM HLÍÐAVALLAR

23.10.2019
FROST Á VALLARSVÆÐUM HLÍÐAVALLAR

Frá og með hádegi í dag er leikinn vetrarvöllur á Hlíðavelli. Þá er slegið af vetrarteigum á vetrarflatir og sýnir meðfylgjandi mynd vetrarvöllinn 2019. Skorkort vetrarvallarins eru komin í prentun og verða aðgengileg bráðlega.

Bakkakot hefur lokað í ár.

Öll umferð golfbíla á vallarsvæðum GM er óheimil þangað til annað er gefið út frá vallarstjóra.

Góða skemmtun!