Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

FÉLAGSGJÖLD 2020 | GESTAHRINGIR FYRIR FÉLAGSMENN

12.12.2019
FÉLAGSGJÖLD 2020 | GESTAHRINGIR FYRIR FÉLAGSMENN

Félagsgjöld 2020

Á aðalfundi GM sem fram fór þann 3. desember síðastliðinn voru félagsgjöld ársins 2020 ákvörðuð og eru eftirfarandi:

  • Full leikheimild 27-66 ára: 119.990 kr
  • Hálf leikheimild 27-66 ára: 84.990 kr
  • Full leikheimild 67+: 89.900 kr
  • Hálf leikheimild 67+: 64.900 kr
  • Ungmenni 12 ára og yngri: 21.900 kr
  • Ungmenni 13-18 ára: 27.900 kr
  • Ungmenni 19-26 ára: 59.900 kr

Ótakmarkaður aðgangur að æfingaboltum á æfingasvæði GM við Hlíðavöll fylgir með félagsaðild hjá GM árið 2020. Sumarkort á æfingasvæði er að verðmæti 19.990 kr.

Jólagjöf til GM félaga

Sumarið 2020 gefst félagsmönnum GM tækifæri til að bjóða með sér einum gest í golf á vallarsvæði GM án endurgjalds. Bóka þarf rástíma fyrirfram og láta vita í afgreiðslu áður en hafið er leik.

Að hring loknum mun BLIK Bistro bjóða upp á sérstakt hamborgaratilboð þannig að hægt er að njóta alls þess sem besta sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur upp á að bjóða.

Greiðsla félagsgjalda í gegnum Nóra

Greiðsla félagsgjalda árið 2020 fer fram í gegnum Nóra eins og árið 2019. Kerfið hefur verið notað af íþróttafélögum um allt land með góðum árangri og gekk fyrsta ár GM vel. Félagsmenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á slóðinni golfmos.felog.is og ganga frá greiðslu félagsgjalds fyrir árið 2020. Bæði er hægt að greiða með greiðslukorti eða fá kröfur í heimabanka. Öll greiðsla félagsgjalda er rafræn og ganga félagsmenn sjálfir frá greiðslu í gegnum vefinn.

Greiðsluleiðir

  • Millifærsla á reikning 0116-26-0329, kt: 650581-0329. Senda kvittun á golfmos@golfmos.is
  • Allt að 9 skipti á greiðslukort
  • Allt að 6 kröfur í heimabanka (Kröfurnar birtast með nafni Greiðslumiðlunar í heimabanka)

Hafi engar ráðstafanir verið gerðar af hálfu félagsmanna fyrir 23. desember næstkomandi munu félagsgjöld verða innheimt með 4 greiðsluseðlum. Þurfi að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi eftir þann tíma þarf að hafa samband við skrifstofu og er þá innheimt breytingargjald kr. 990.

Hérna fyrir neðan má finna myndband sem fer yfir ferlið, skref fyrir skref.

Vakni einhverjar spurningar varðandi félagsgjöld eða greiðslu þeirra er félagsmönnum bent á að hafa samband við skrifstofu GM í síma 566-6999. Skrifstofan er opin alla virka daga á milli klukkan 10:00 og 16:00.

Smelltu hér til að ganga frá greiðslu félagsgjalda 2020