Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Félagsmaður ársins hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar

03.12.2024
Félagsmaður ársins hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær og það voru rétt um 70 GM félagar mættir.

Í lok aðalfundur voru veittar viðurkenningar og ein af þeim var Félagsmaður ársins.

Páll Líndal er félagsmaður ársins hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Páll er ekki gamall golfari ef þannig má að orði komast, en það má með sanni segja að hann hafi komið af krafti inn í okkar starf fyrir nokkrum árum. Palli hefur ásamt GM staðið undanfarin ár fyrir Pallaopen sem er orðið að stærsta opna golfmótinu okkar og ávallt uppselt í það og við safnað góðum fjárhæðum sem sumarbúðirnar í Reykjadal hafa notið góðs af. Palli hefur lagt ótrúlega vinnu í að gera þetta mót jafn glæsilegt og það er, og meðlimir GM gera sér líklega ekki grein fyrir allri þeirri vinnu sem hann innir af hendi í kringum þetta mót. Palli er einnig ávallt boðinn og búinn til að aðstoða og er frábær félagsmaður í okkar golfklúbb. Það er okkur í GM ótrúlega mikilvægt að eiga svo öfluguan aðila að og Palli er og á hann þessa nafnbót svo sannarlega skilið. Takk fyrir okkur Palli og við hlökkum til áframhaldandi samvinnu í Pallaopen.