06.02.2025
Felix Starke sem hefur verið hjá okkur undanfarin fimm ár hefur ákveðið að flytja aftur heim til Þýskalands.
Felix hefur starfað síðustu tvö ár verið vallarstjóri Hlíðavallar og hefur staðið sig virkilega vel allan þann tíma sem hann hefur verið hjá okkur. Við erum afar þakklát Felix fyrir þennan tíma og á hann mikinn þátt í því hversu góður Hlíðavöllur hefur verið undanfarin ár.
Nú hefur hann ákveðið að halda heim á leið og hefur ráðið sig á golfvöll í Þýskalandi.
Við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi og þökkum honum kærlega fyrir gott samstarf síðastliðin ár.
Bjarni yfirvallastjóri er farinn af stað í það að finna hans eftirmann og er sú vinna langt komin og verður tilkynnt um ráðningu á allra næstu dögum.