01.07.2024
Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið landsliðin sem taka þátt á Evrópumótum kvenna, karla, stúlkna og pilta. Evrópumót kvenna fer fram á Spáni og karlaliðið leikur í Póllandi. Stúlknalandsliðið leikur í Svíþjóð og piltalandsliðið í Austurríki. Mótin fara fram 9.-13. júlí n.k.
Kristján Þór Einarsson var valinn í karlalandsliðið sem keppir í Póllandi. Því miður vegna mikilla anna utan golfvallarins gat hann ekki gefið kost á sér þetta skiptið og tók því Daníel Ísak úr GK hans stað.
Hjalti Kristján Hjaltason var valinn í piltalandsliðið sem keppir í Austurríki.
Auður Bergrún Snorradóttir, Eva Kristinsdóttir og Pamela Ósk Hjaltadóttir voru valdar í stúlknalandsliðið sem keppir í Svíþjóð.
Þá var Pamela Ósk einnig valin til að keppa fyrir hönd Íslands á European Young Masters sem fram fer í Slóvakíu 25.-27. júlí.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar óskar kylfingunum til hamingju með valið og óskar þeim og landsliðunum góðs gengis.
Nánar má lesa um landsliðsvalið í þessari frétt á golf.is:
https://www.golf.is/landslid-islands-valin-fyrir-em-i-lidakeppni-2024/